Sjávarútvegsfyrirtækin tvö sem sagt var frá í morgun að Brim kaupir fyrir 3,1 milljarða króna, eru að sögn Vísis að stærstu hluta í eigu bróður Guðmundar Kristjánssonar forstjóra og ríflega helmingseiganda Brim, ef kaup á eignarhlutum Fisk Seafood ganga í gegn.

Um er að ræða Fiskvinnsluna Kambi hf, og útgerðarfélagið Grábrók ehf, bæði í Hafnarfirði, en Hjálmar Þór Kristjánsson á Grábrók að fullu en 39% í Kamba. Kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins, en jafnframt fer Brim yfir hámark um kvótaeign eins fyrirtækis með kaupunum, en segir í tilkynningu að það verði komið í samt horf innan hálfs árs.

Upphaflega var fyrirsögn þessarar fréttar „Guðmundur kaupir af bróður sínum". Hefur henni verið breytt eftir að eftirfarandi athugsasem barst frá Ásgeiri Friðgeirssyni, fyrir hönd Brims hf.: „Það er ekki rétt að Guðmundur kaupi umrædd félög, eins og segir í fyrirsögn á www.vb.is.  Brim hf., sem er skráð félag í Kauphöll Íslands, hefur gert kaupsamning sem er háður fyrirvörum m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki stjórnar þar sem sitja fulltrúar hluthafa í félaginu. Mun stjórnin fara yfir allar forsendur samnings og meta kosti viðskiptanna fyrir hluthafa Brims. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að á ferðinni eru viðskipti á milli aðila sem eru viðskiptalega tengdir. Brim hefur alltaf lagt á það þunga áherslu að í slíkum viðskiptum sé farið að settum lögum og reglum og gætt að armslengdarsjónarmiðum í einu og öllu

Fleiri fréttir um málefni HB Granda og Brim: