Guðmundur Kristjánsson, eigandi Brims útgerðarfélags, keypti 4,2% hlut í Vinnslustöðinni af Horni, dótturfélagi Landsbankans, í fyrra samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Guðmundur á nú 32% hlut í Vinnslustöðinni og er stærsti eigandi hennar. „Ég vil ekkert vera að tjá mig um þessi mál,“ sagði Guðmundur er Viðskiptablaðið náði tali af honum í gær. Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort hann væri búinn að semja um skuldauppgjör við Landsbankann.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagðist ekki geta veitt upplýsingar um samninga Landsbankans, eða dótturfélaga hans, við einstaka viðskiptavini, þegar Viðskiptablaðið leitaði til hans.

Hlutur Horns í Vinnslustöðinni var ekki auglýstur til sölu opinberlega. Verðmæti 4,2% hlutar í Vinnslustöðinni er um 580 milljónir króna samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Horn hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2010 á vefsíðu sinni. Félagið skilaði 6,5 milljarða króna hagnaði og lagði stjórn þess til að greiddur yrði 10 milljarða arður til eigandans, Landsbankans. Félagið er svo gott sem skuldlaust og voru eignir þess metnar á 35 milljarða króna.Í ársreikningi er tekið fram að skuldir í lok árs 2010 hafi verið 2,6 milljarðar vegna miðlunar (due to brokers).

Að undanförnu hefur félagið unnið að því að minnka vægi skráðra eigna félagsins með því að undirbúa félagið undir skráningu á markað. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær