Guðmundur Kristjánsson segir að fréttaskrif um skuldaniðurfellingar hjá Brim séu algerlega úr lausu lofti gripin. „Brim hefur ekki fengið eina einustu krónu niðurfellda. Og ég hef ekki fengið neitt niðurfellt. En aftur á móti áttum við félag sem átti hlutabréf í bönkunum og það fór einfaldlega á hausinn eins og hefur komið fram opinberlega.“ Guðmundur segir að öll skuldamál hans og félaga á hans vegum hafi verið gerð upp. „Það er allt á hreinu. Við einbeitum okkur núna bara að útgerð og fiskvinnslu en það er það sem við kunnum. Varðandi söluna til Samherja þá seldum við bara eina deild úr Brimi, við kölluðum það landvinnsluna á Akureyri og Laugum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.