*

laugardagur, 25. september 2021
Fólk 23. júlí 2021 17:31

Guðmundur leiðir stjórn Icelandair

Guðmundur Hafsteinsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Icelandair og Nina Jonsson verður varaformaður stjórnar.

Ritstjórn
Guðmundur Hafsteinsson, nýr stjórnarformaður Icelandair
Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Hafsteinsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Icelandair. Hann tekur við stjórnarformennskunni af Úlfari Steindórssyni sem stígur til hliðar eftir tíu ára stjórnarsetu til að hleypa Matthew Evans, framkvæmdastjóra hjá fjárfestingarsjóðnum Bain Capital, inn í stjórnina samhliða kaupum sjóðsins á 16,6% hlut í flugfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair.

Guðmundur er stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Fractal 5 og starfaði þar áður sem yfirmaður í vöruþóun hjá Google. Hann hefur setið í stjórn Icelandair frá árinu 2018.  

Sjá einnig: Bain Capital orðinn stærsti hluthafinn

Þá verður Nina Jonsson varaformaður stjórnar Icelandair og tekur við því hlutverki af Svövu Grönfeldt. Nina starfar sem ráðgjafi hjá Plane View Partners, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja í flugiðnaði, og situr einnig í stjórn tæknifyrirtækisins FLYHT. Hún stýrði áður flotamálum hjá Air France-KLM Group og hefur gegnt stjórnendastöðum hjá United Airlines og US Airways. Hún er auk MBA gráðu með BS próf í flugrekstri.

Stjórn Icelandair skipa nú:

  • Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður
  • Nina Jonsson, varaformaður stjórnar
  • Svava Grönfeldt 
  • John F. Thomas
  • Matthew Evans