Kerecis hefur ráðið Guðmund Magnús Hermannsson sem yfirmann klíniskrar þróunar hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Magnús kemur úr starfi sem yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Rio Tinto á Íslandi. Hann starfaði áður hjá Símanum og GoPro/Scio í Danmörku við verkefnastjórnun og vöruþróun.

Meginverkefni Magnúsar munu snúa að rekstri og samhæfingu prófunarverkefna félagsins, í samstarfi við lækna félagsins sem og sjúkrahús og lækna á Íslandi og erlendis. Magnús er verkfræðingur frá HÍ og er kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur deildarstjóra hjá Umhverfisstofnun og eiga þau tvö börn.