*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Fólk 15. janúar 2020 10:38

Guðmundur Oddur til VÍS

Guðmundur mun sinna starfi sérfræðings í fjárfestingum en hafði áður starfað hjá Arctica Finance.

Ritstjórn

Guðmundur Oddur Eiríksson hefur verið ráðinn sérfræðingur í fjárfestingum hjá VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Guðmundur Oddur nam viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og lauk BSc. gráðu þaðan árið 2018. Ári síðar hlaut hann löggildingu sem verðbréfamiðlari. Áður en hann kom til VÍS starfaði hann í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance. Auk þess hefur hann starfað í eignastýringu Arion banka og sinnt dæmatímakennslu í Háskólanum í Reykjavík.

Samkvæmt tilkynningunni hefur Guðmundur þegar hafið störf.