VÍS hefur fengið tvo einstaklinga til liðs við sig. Guðmundur Halldór Björnsson er nýr sölu- og viðskiptastjóri hjá VÍS og Ágúst Mogensen hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í forvörnum.

Guðmundur Halldór Björnsson hefur verið ráðinn sölu og viðskiptaþróunarstjóri hjá VÍS. Guðmundur hefur víðtæka reynslu í sölu- og markaðsmálum og hefur m.a. starfað sem forstöðumaður markaðs- og vörustjórnunarsviðs hjá 365, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Tal, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já og sem faglegur stjórnandi markaðsmála hjá Símanum. Guðmundur er rekstarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands ásamt því að vera með B.Sc gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá sama skóla. Guðmundur er giftur Íris Huld Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára.

Ágúst Mogensen hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í forvörnum á fyrirtækjasviði VÍS. Ágúst er með BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og  MSc. gráðu í afbrotafræði frá Loughborough háskóla í Englandi. Á árunum 2000-2013 starfaði Ágúst sem rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, og árin 2013-2017 hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þá hefur Ágúst stundað kennslu í sakfræði við Háskóla Íslands auk annarrar kennslu tengdri umferðaröryggismálum við Lögregluskóla ríkisins og ökukennaranámi við Endurmenntun HÍ. Ágúst er giftur Heru Hallberu Björnsdóttur og eiga þau saman uppkomna dóttur, Elínu Magneu Mogensen.