*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Fólk 20. nóvember 2019 17:55

Guðmundur og Steinunn til Intellecta

Ráðgjafastofan Intellecta hefur fengið til sín ráðgjafa á sviði stjórnunar upplýsingatækni og stafrænnar fræðslu.

Ritstjórn
Guðmundur Arnar Þórðarson og Steinunn Ketilsdóttir eru nýir ráðgjafar hjá Intellecta.
Aðsend mynd

Intellecta hefur ráðið til starfa tvo ráðgjafa, þau Guðmund Arnar Þórðarson á sviði stjórnunar upplýsingatækni og Steinunni Ketilsdóttur á sviði stafrænnar fræðslu.

Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu stafrænnar fræðslu og að skapa fræðsluumhverfi fyrirtækja, en hún hefur mikla reynslu af slíkri innleiðingu. Einnig hefur hún víðtæka stjórnunarreynslu sem ráðgjafi, mannauðsstjóri og frumkvöðull og vann til nokkurra frumvöðlaverðlauna.

Hún starfaði áður hjá Volcano Warmers, HRV Engineering og Intellecta. Steinunn hefur M.Sc. í viðskipta og hagfræði í árangursstjórnun frá Danmörku og B.Sc. og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Guðmundur Arnar Þórðarson, ráðgjafi mun m.a. taka að sér verkefni við úttektir upplýsingakerfa, hagræðingu, stefnumótun, stjórnskipulag og útvistun. Hann hefur 20 ára reynslu af upplýsingatækni sem sérfræðingur, ráðgjafi og stjórnandi, en hann starfaði áður hjá Þekkingu.

Einnig hefur hann unnið hjá Origo og RB. Guðmundur Arnar er með MBA gráðu frá HÍ og PMD frá HR auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.