Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, fékk greiddar um 30,4 milljónir króna í laun á síðasta ári. Yfir tólf mánaða tímabil gerir það um 2,5 milljónir á mánuði. Guðmundur Örn lét af störfum í maí í fyrra.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir tók við starfinu 1. september. Laun hennar á síðasta ári námu um 7,7 milljónum samkvæmt ársreikningi tryggingafélagsins fyrir síðasta ár. Ragnar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri ÖM eignarhaldsfélags sem er dótturfélag VÍS, fékk 11,6 milljónir í árslaun í fyrra.

Guðmundur Örn Gunnarsson
Guðmundur Örn Gunnarsson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)