*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 22. ágúst 2015 10:35

Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður

Róbert Marshall mun einnig segja af sér sem þingflokksformaður flokksins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Steingrímsson mun hætta sem formaður Bjartrar framtíðar þegar ársfundur flokksins verður haldinn þann 5. september næstkomandi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir einnig að Róbert Marshall, þingflokksformaður flokksins, muni einnig segja af sér. Er þetta sameiginleg ákvörðun þeirra og vilja þeir með þessu veita öðrum svigrúm til að stýra flokknum.

„Mér finnst skynsamlegt að stíga til hliðar í forystunni og leyfa öðrum að spreyta sig í því. Menn eiga ekki að vera meira til í það í íslenskri pólitík, hún á ekki að snúast um einhverja titla,“ segir Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. „Við tókum þessa ákvörðun í sameiningu, ég og Róbert, og ég held mér sé óhætt að gefa þá yfirlýsingu fyrir hans hönd.“