*

föstudagur, 28. janúar 2022
Fólk 21. júní 2018 16:07

Guðmundur verður forstjóri HB Granda

Guðmundur Kristjánsson, núverandi stjórnarformaður í HB Granda, hefur verið ráðinn forstjóri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Meirihluti stjórnar HB Granda hf. ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu. Á sama fundi ákvað stjórn að ráða Guðmund Kristjánsson, núverandi stjórnarformann félagsins, sem forstjóra. Í kjölfarið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gústafsson kjörinn nýr stjórnarformaður. 

Viðskiptablaðið greindi frá í apríl síðastliðnum að Guðmundur hafi keypt 34% hlut í félaginu af Kristjáni Loftssyni.