Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er á meðal stjórnarmanna í fyrirtækinu Digon Games sem nú þróar knattspyrnuleik sem stefnt er að komi á markað í byrjun næsta árs.

Þetta er að mörgu leyti hefðbundinn „manager“ leikur nema hann fer fram á netinu og er fjölspilaraleikur og þú ert að spila á móti öðrum einstaklingum en ekki á móti tölvu. Það sem gerir þennan leik skemmtilegan er að þú ert í samskiptum við annað fólk,“ segir Sigurður Jónsson, einn af stofnendum Digon Games sem ætla að gefa út leikinn Club Manager í byrjun næsta árs.

Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrum knattspyrnumaður hjá Tottenham Hotspurs og Bolton Wanderers, er á meðal fjárfesta. „Það lá ágætlega við að ég gæti komið með smá innsýn inn í leikinn knattspyrnulega séð,“ segir Guðni sem kom að verkefninu á síðasta ári. „Ég reyni að hjálpa til þannig að hann verði eins raunsær og hægt er og áhugaverður út frá knattspyrnunni. Það endurspeglast svo vonandi í mjög góðum leik,“ segir Guðni og bætir því við að það hafi verið nokkuð auðvelt að fá sig með þegar hann heyrði um hugmyndina að leiknum og komið var að máli við hann í fyrra til að taka þátt í þróun leiksins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.