Guð­rún Nor­dal, for­stöðu­maður Árna­stofn­un­ar, hafði áður ákveðið að bjóða sig fram til for­seta Ísland, þetta kemur fram í samtali hennar við Kjarnann í dag. Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar breytti hinsvegar afstöðu henn­ar. Hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli fram.

„Ég var búin að taka ákvörðun um að bjóða mig fram, en eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til end­ur­kjörs hefur staðan breyst,” segir Guð­rún. „Ég ætla að leyfa dög­unum aðeins að líða áður en ég tek end­an­lega ákvörð­un.”

Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um fram­boð.