Guðrún Einarsdóttir, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri Wow air en um að er ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að Guðrún starfaði hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi 2003-2006 á hag- og upplýsingasviði og sem fjármálaráðgjafi hjá Barnaspítala Hringsins.

Guðrún var starfsmaður Nova frá stofnun og tók þátt í uppbyggingu félagsins.  Frá árinu 2007 starfaði hún sem markaðsstjóri Nova. Guðrún sat í stjórn Ímark 2011-2012.

Til gamans má geta þess að Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, situr í stjórn Wow air.