Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfu Guðrúnar Lárusdóttur, forstjóra Stálskipa, sem vildi að ríkissjóður endurgreiddi sér þær 36 milljónir króna sem hún hefur greitt í auðlegðarskatt síðastliðin þrjú ár.

Fram kom á VB.is um málið í maí að Guðrún taldi skattlagninguna brjóta í bága við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hún á 20% hlut í fjölskylduútgerðinni Stálskipum sem gerir út frá Hafnarfirði.

Við álagningu gjaldárið 2012, vegna eigna í árslok 2011, var skatthlutfallið 1,50% á eign einhleypings yfir 75.000.000 og að 150.000.000 króna og á eign hjóna yfir 100.000.000 króna að 200.000.000 króna, en 2,0% af því sem væri umfram greind viðmiðunarmörk, þ.e. 150.000.000 króna hjá einstaklingi en 200.000.000 króna af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna.

Ekki liggur fyrir hvort Guðrún hyggst áfrýja dóminum.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur