© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, hefur verið kjörin formaður Samtaka Iðnaðarins. Hún og Svana Helen Björnsdóttir, núverandi formaður, gáfu kost á sér í formannsembættið. Sú fyrrnefnda hafði betur í kosningu. Úrslit kjörsins voru kynnt á Iðnþingi fyrr í dag.

Endurkjörin í stjórn voru þau Bolli Árnason, GT Tækni, Vilborg Einarsdóttir, Mentor og Sigsteinn Grétarsson, Marel. Nýr í stjórn var kjörinn Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannviti. 0

Kosningaþátttaka var 85,5%. Guðrún Hafsteinsdóttir hlaut  106.151 atkvæði eða 52,4% greiddra atkvæða og Svana Helen Björnsdóttir 88.684 atkvæði eða 43,8%  greiddra atkvæða. Aðrir fengu 3,8%.

Á Iðnþingi er fagnað 20 ára afmæli SI og fjallað um fjölbreyttan iðnað sem drifkraft nýrrar sóknar og endurreisnar íslensks efnahagslífs.