Guðrún Blöndal tók sæti í stjórn Framtakssjóðs Íslands á fundi hans 20. mars síðastliðinn. Hún kemur ný inn í stjórnina sem óháður stjórnarmaður í stað Baldurs Þórs Vilhjálmssonar. Guðrún er sjálfstætt starfandi ráðgjafi auk þess að sitja í stjórnum Mílu og fasteignafélagsins Regins. Hún var áður framkvæmdastjóri Arion verðbréfavörslu.

Á sama tíma komu inn varamennirnir Guðmundur Pálsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Þórunn Pálsdóttir, verkfræðingur og MBA, í stað þeirra Helgu Indriðadóttur og Sigurbjörns Sigurbjörnssonar.

Gunnar Baldvinsson, formaður ráðgjafaráðs Framtakssjóðsins var falið í samráði við stærstu eigendur að koma með tillögu um stjórnarmenn og mætli með Guðrúnu.