*

laugardagur, 11. júlí 2020
Fólk 30. maí 2018 08:19

Guðrún nýr stjórnarformaður LL

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóða og kemur hún í stað Þorbjörns Guðmundssonar.

Ritstjórn
Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr stjórnarformaður LL er jafnframt formaður Samtaka iðnaðarins, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og markaðsstjóri Kjöríss.
Haraldur Guðjónsson

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, tók í dag við formennsku stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða í stað Þorbjörns Guðmundssonar sem óskaði eftir því að hætta í stjórn samtakanna á ársfundi þeirra.

Þorbjörn hefur lengi starfað fyrir lífeyrissjóðina sem hafa notið starfskrafta hans og elju og eru honum færðar innilegar þakkir á vef Landsamtakanna.

Guðrún er fyrsta konan í formannsstóli Landssamtaka lífeyrissjóða frá því þau voru stofnuð 18. desember 1998. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2011 er Þórey S. Þórðardóttir. Í fyrsta sinn gegna því konur báðum æðstu forystustörfum lífeyrissjóðakerfis landsmanna.