*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Innlent 26. janúar 2014 13:05

Guðrún og félagar fengu heiðursverðlaun

FranklinCovey NordicApproach hér á landi fékk heiðursverðlaun á fundi eigenda í Los Angeles.

Ritstjórn

Guðrúnu Högnadóttur, framkvæmdastjóra og meðeigendum hennar hjá FranklinCovey NordicApproach, voru veitt heiðursverðlaun á fundi eigenda í Los Angeles 18. janúar síðastliðinn. Félag þeirra Guðrúnar var söluhæst í fyrra, annað árið í röð. Þau fengu af þessum sökum sérstaka viðurkenningu fyrir árangur með sölunámskeið (Helping Clients Succeed) og veflausnir. 

FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki sem er skráð í kauphöllina í New York og hefur það starfað sjálfstætt hér á landi síðastliðin ár. Á myndinni er Guðrún með meðeigendum sínum, þeim Jannick Petersen og Henry Rawet með Sean Covey.

Stikkorð: FranklinCovey