Guðrún Sóley Gestsdóttir bókmenntafræðinemi tekur við stöðu ritstjóra Stúdentablaðsins fyrir skólaárið 2012-2013. Guðrún Sóley tekur við störfum af Sólrúnu Halldóru Þrastardóttur. Guðrún hefur unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2011 en hún hefur einnig tekið virkan þátt í starfi Stúdentaráðs, til dæmis sem fulltrúi stúdenta í Háskólaráði og Stúdentaráði. Hún ætti því að vera öllum hnútum kunnug hjá Stúdentaráði.

"Ætlunin er að gera efnismikið, skemmtilegt og málefnalegt blað sem kitlar áhuga flestra stúdenta," segir Guðrún Sóley. Hún segir að nemendum verði geft kleift að nýta blaðið sem tjáningarvettvang. "Þessu verður svo blandað við menningartengdar fréttir, svipmyndir úr lífi stúdenta, skoðanaskipti, ríkt myndmál og afþreyingu. Útgáfa Stúdentablaðsins á netinu verður jafnframt efld og óskandi að úr verði kokteill sem lesendur kunna að meta," segir Guðrún Sóley.