*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Fólk 7. júní 2019 18:00

Guðrún tekur tímabundið við Veitum

Guðrún Erla Jónsdóttir, formaður stjórnar Veitna, tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Veitna þangað til ráðið hefur verið í stöðuna.

Ritstjórn
Guðrún Erla Jónsdóttir, tekur tímabundið við starfi framvæmdastjóra Veitna.
Aðsend mynd

Guðrún Erla Jónsdóttir, formaður stjórnar Veitna, tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Veitna þangað til ráðið hefur verið í stöðuna. Guðrún Erla stígur á sama tíma til hliðar sem stjórnarformaður og tekur ekki þátt í störfum stjórnar meðan hún gegnir starfinu.

Guðrún Erla kemur ekki til með að sækja um stöðuna. Inga Dóra Hrólfsdóttir, sem er að færast til innan samstæðunnar, lætur formlega af störfum þann 11. júní næstkomandi. 

Starf framkvæmdastjóra var auglýst laust til umsóknar 25. maí síðastliðin og rennur umsóknarfrestur út þann  9. júní næstkomandi.

Sólrún Kristjánsdóttir, varaformaður stjórnar, mun stýra starfi stjórnar þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is