Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, tók við viðurkenningu í Salt Lake City í Bandaríkjunum í vikunni ásamt meðeigendum sínum hjá FranklinCovey NordicApproach fyrir mestan árangur félagsins í Evrópu á síðasta ári. Auk þess að hljóta verðlaun fyrir rekstrarframmistöðu í Evrópu hlaut FranklinCovey|NordicApproach sérstaka viðurkenningu fyrir árangur með sölunámið „Helping Clients Succeed“.

FranklinCovey er alþjóðlegt þjálfunar-, rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki sem þjónar auknum árangri einstaklinga og vinnustaða í 147 löndum.  Meðal viðskiptavina FranklinCovey eru 90% af Fortune 100 og 75% af Fortune 500 fyrirtækjum auk fjölda opinberra stofnanna og menntastofnana.  Franklin Covey er skráð á kauphöllina í New York (NYSE: FC).

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að FranklinCovey á Íslandi vinnur með fjölda íslenskra vinnustaða á sviði framleiðni og tímastjórnunar, stjórnendaþjálfunar, persónulegs árangurs, innleiðingar stefnu, sölu og þjónustu, trausts, verkefnastjórnunar og fleiri leiða til aukinnar frammistöðu.