Fjármálaeftirlitið á bresku nýlendueyjunni Guernsey hefur hafið rannsókn á því hvernig eftirlitið tók á íslensku fjármálakreppunni og eftirmálum hennar á eyjunni.

Þetta kemur fram á vef Citiwire í Lundúnum.

Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið hefur fengið bandaríska ráðgjafafyrirtækið Promontory Financial Group til að rannsaka hruna útibús Landsbankans á Guernsey en að sögn Citywire töpuðu um tvö þúsund manns á viðskiptum við bankann.

Búist er við að rannsókninni verði lokið um miðjan desember en einnig stendur til að rannsaka hvernig eftirlitið hvernig farið var með málefni útibús Northern Rock á eyjunni.

Að sögn Citywire er enginn tryggingasjóður innistæðueigenda á Guernsey og því geta viðskiptavinir Landsbankans ekki gert kröfu á þær 117 milljónir punda sem þeir eiga inni á reikningum hjá bankanaum.

Þá kemur fram að stjórn Landsbankans hafi boðist til að greiða um 30% inneigna til baka en með því að selja eignir verði mögulega hægt að greiða meira.