Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var efsti í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi er úrslit lágu fyrir rétt eftir miðnætti í gær.

Á kjörskrá voru 1178, 738 greiddu atkvæði og voru 31 seðil ógildur samkvæmt vef VG.

Guðfríður Lilja gaf ein kost á sér í efsta sæti listans og hlaut 478 atkvæði eða tæp 65% atkvæða. Þá var Ögmundur Jónasson, sem einn gaf kost á sér í annað sæti listans, í öðru sæti með 526 atkvæði eða rúm 71% atkvæða.

Í þriðja sæti var Ólafur Þór Gunnarsson með 216 atkvæði, í þriðja var Andrés Magnússon með 261 atkvæði, í því fimmta lenti Margrét Pétursdóttir með 290 atkvæði og í því sjötta var Ása Björk Ólafsdóttir með 227 atkvæði.

Vinstri grænir hafa nú einn þingmann í þessu kjördæmi.