Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi alþingismaður, hefur ákveðið að gefa ekki kosta á sér sem formaður flokksins á ný.

Landsþing Frjálslynda flokksins fer fram 19. og 20. mars nk. og verður kosið í allar trúnaðarstöður flokksins.

Guðjón Arnar hefur verið formaður flokksins frá árinu 2003 en hann tók við formennsku af Sverri Hermannssyni, stofnanda flokksins. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun Guðjón Arnar þó gefa kost á sér í miðstjórn flokksins og þannig vera áfram virkur í starfi flokksins.