Guðjón Már Guðjónsson, sem stofnaði hið víðfræga hugbúnaðarfyrirtæki OZ fyrir 16 árum, stjórnar nú Industria, en það fyrirtæki sérhæfir sig í breiðbandslausnum; aðallega tengdum sjónvarpsflutningi yfir netið. Á dögunum var tilkynnt um að Industria tæki þátt í tilraunum Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, með þjónustu fyrir þriðju kynslóðar farsíma hér á landi.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Guðjón Már frá starfsemi Industria. Industria hefur, í samvinnu við Columbia Ventures, fyrirtæki Kenneths Petersons, stofnað fyrirtækið Magnet Networks á Írlandi. Magnet Networks hefur gert stóran samning um breiðbandsþjónustu þar í landi, en auk þess að vera með skrifstofu á Írlandi er Industria með stöðvar á Íslandi, Danmörku, Englandi, Búlgaríu og Kína.

Guðjón rifjar einnig upp tímann hjá OZ og segist vera mjög stoltur af því fyrirtæki og afkvæmum þess, sem mörg eru enn í fullu fjöri.

Viðtal er við Guðjón Má í Viðskiptablaðinu í dag.