Guðjón Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Lagernum ehf. Lagerinn er fjárfestingarfélag í eigu Jákúps Jacobsens. Félagið rekur verslanir á Norðurlöndunum, Bretlandi, A-Evrópu og Kanada, er í fasteignaviðskiptum og almennri fjárfestingarstarfsemi.

Fjárfestingar Lagersins eru með sérstaka áherslu á smásöluverslun, fasteignarekstur og fjármálastarfsemi.

Guðjón hefur gegnt starfi innri endurskoðanda Búnaðarbankans og síðar Kaupþings banka samstæðunnar frá árinu 1999. Guðjón starfaði hjá KPMG endurskoðun árin 1994-1997 og sem fjármálastjóri Básafells hf. árin 1997-1999. Guðjón er viðskiptafræðingur frá HÍ, Certified Internal Auditor (CIA) frá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda í Bandaríkjunum (IIA), löggiltur endurskoðandi og verðbréfamiðlari.