Átök mótmælenda í Mið-Austurlöndum við stjórnvöld hafa leitt til hækkandi verðs á gulli. Únsa kostar nú rúmlega 1400 dali og hefur ekki verið hærra í um sjö vikur.

Á vef Bloomberg er haft eftir sérfræðingi að hækkandi verð megi rekja til átakanna, fjárfestar leiti nú í öryggi gullsins á mörkuðum. Aðrir málmar hafa einnig hækkað í verði. Til að mynda hefur verð á silfri ekki verið hærra í 31 ár og verð á palladium ekki verið hærra í 10 ár.