Fáar eignir hafa fallið eins mikið í verði í ár og gull. Málmurinn hefur þó hækkað verulega í verði undanfarinn áratug, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Telegraph .Blaðið segir að lækkunin á hinum verðmæta málmi sé meiri í ár en hann hefur verið síðastliðin þrjátíu ár. Verð á únsunni hefur lækkað um 1200 dali í ár.

Telegraph bendir á að aðrar eignir hafi hins vegar hækkað mikið í verði. Málinu til stuðnings er bent á að S&P 500 hlutabréfavísitalan hafi hækkað um 28%, FTSE 100 hafi hækkað um 13% og hráolía hafi hækkað um 2,5%.

Ole Hansen hjá Saxo Bank spáði því fyrr á árinu að verð á únsunni yrði um 1200 dali í árslok og reyndist sannspár. Hann býst ekki við því að verðið fari undir 1000 dölum á næsta ári.