Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og nálgast nú 1.800 dala markið hratt. Það sem af er degi hefur verð á únsunni hækkað um 10,5 dali og kostar hún nú 1.794,8 dali. Í gær hækkaði gullverð um 41 dal en fjárfestar leita gjarnan skjóls í gulli þegar harðnar á dalnum.

Nafnverð gulls hefur aldrei verið hærra en nú en enn er þó talsvert langt í land að raunverð nái sögulegu hámarki.