Á síðasta ári tók hlutabréfamarkaðurinn í Bretlandi kipp upp á við, með 14% hækkun á FTSE 100 vísitölunni. FTSE 250 vísitalan, sem inniheldur færri fyrirtæki sem starfa á alþjóðamörkuðum, hefur hækkað um 3%.

Þetta gerist á sama tíma og pundið hefur veikst gegn Bandaríkjadal, eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

Verð á hráolíu er nú nánast tvöfalt á við það sem það var í janúar fyrir ári síðan, svona í kjölfar þess að OPEC hefur tekið aftur til hendinni að reyna að takmarka framleiðslu.

Gullverð hækkaði um 9% á síðasta ári, en um mitt árið var það þó mun hærra en það er nú eða um þriðjungi verðmætara en það var í upphafi síðasta árs.

Þá virtist sem aukin bjartsýni í bandaríska hagkerfinu hafi leitt til þess að gullverð hafi lækkað á ný, en gull er almennt álitið góð trygging gagnvart verðbólgu.