Gull hefur snarlækkað í verði á undanförnum mánuðum. Únsan seldist á 1.920 dali í september en er nú komin nður fyrir 1.500 dali að því er segir í frétt Fréttablaðsins í dag. Þrátt fyrir lækkunina er gullverðið hærra nú en um áramótin 2010-2011 og eðalmálmurinn hefur raunar hækkað samfellt í verði í ellefu ár í röð en það er lengsta tímabil samfelldrar hækkunar í eina níu áratugi.