Framvirkt verð á gulli fór í dag upp í nýjar methæðir í 992 Bandaríkjadali á únsuna og hefur gullverð hækkað um 37% frá því í september þegar vaxtalækkunarferli hófst í Bandaríkjunum.

Frá áramótum nemur hækkunin um 16%, en silfur, sem hefur ekki verið dýrara frá 1980, hefur hækkað um 33% að sögn Bloomberg. Á sama tíma hélt Bandaríkjadalurinn að veikjast.

Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings.