September í ár var besti septembermánuður í sögu bílaleigunnar Geysis og október lítur mjög vel út, að sögn Garðars Vilhjálmssonar, eiganda Geysis.

„Sumarið var gott hjá okkur, en það var hins vegar ekki mikil aukning frá sumrinu 2010. Við minnkuðum flotann okkar frá því í fyrra, þannig að nýtingin er betri í ár. Svo virðist sem fjölgun ferðamanna í ár hafi einkum birst í styttri ferðum þar sem lítið er farið út fyrir höfuðborgarsvæðið. Hins vegar virðist hafa tekist að lengja aðeins í ferðamannatímanum fram á haust, þótt veltan á haustmánuðum sé ekki nálægt því að vera eins mikil og á sumrin,“ segir hann.

Garðar segir að frá hruni hafi gripið um sig eins konar gullæði á bílaleigumarkaðnum og margir nýir aðilar komið inn.

Hólsfjallavegur austan Jökulsár á Fjöllum.
Hólsfjallavegur austan Jökulsár á Fjöllum.
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)