Margrét Bjarnadóttir og David Anderson eru stofnendur fyrirtækisins Pay Analytics, en það sigraði í frumkvöðlakeppninni Gullegginu síðasta laugardag. Keppnin, sem haldin er árlega, er á vegum Icelandic Startups, sem hét áður Klak Innovit. Fyrirtæki á borð við Meniga, Crowbar, Karolina Fund og Radiant Games hafa áður tekið þátt í keppninni, með misgóðum árangri.

Hugbúnaðinum er ætlað að vera eins konar gagnagreiningarmið­ stöð fyrir alla mannauðsstjóra, sem gerir þeim kleift að beisla krafta gagnaúrvinnslu, sem Margréti og David finnst ekki hafa verið gert á fullnægjandi hátt hingað til.

„Þetta er ekki orðin sjálfstæð söluvara enn sem komið er, en við ætlum að kóða þetta upp sem mannauðsstjórnunartól og ætlum að selja það þannig,“ segir Margrét. „Undir þessu á ekki bara að vera ákvörðunartól til þess að gera út af við kynbundinn launamun, heldur er þarna líka tól sem bendir þér á hverjir eru hugsanlega undirborgaðir og hvaða starfsmenn þú átt á hættu að missa.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .