Gullfosskaffi ehf., rekstraraðili kaffihúss og minjagripasölu við Gullfoss, hélt áfram að mala gull á síðasta ári en þá hagnaðist félagið um 139,3 milljónir króna. Það er aukning um tvær milljónir frá árinu á undan . Velta félagsins jókst um 38 milljónir ára, nam tæplega 1.042 milljónum, og hagnaður af rekstri (EBIT) nam 159 milljónum rúmum.

Á árinu lauk stækkun á verslun, veitingaaðstöðu, aðstöðu starfsmanna og salernum fyrir gesti og eru fasteignir fyrir 225 milljónir færðar til bókar í ársreikningi. Er það hækkun um 72 milljónir. Eignir félagsins voru í árslok 943 milljónir sem er aukning um 135 milljónir milli ára.

Frá stofnun fyrirtækisins árið 1996 hafa eigendur, hjónin Svavar Njarðarson og Elfa Björk Magnúsdóttir, aldrei greitt sér arð úr því og afgangur frá rekstri runnið til frekari uppbyggingar á aðstöðu á svæðinu.