Oscar Pistorius, sem notar gervifætur frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, sigraði í dag 100 metra hlaup karla á ólympíuleikum fatlaðra. Pistorius hljóp á tímanum 11,18.

Pistorius vann í síðasta mánuði dómsmál sem hann höfðaði, en samkvæmt úrskurði dómsins er honum heimilt að keppa gegn ófötluðum íþróttamönnum. Pistorius náði þó ekki ólympíulágmarkinu fyrir leika ófatlaðra.

Pistorius á heimsmetið í 100 metra hlaupi fatlarða - 10,91 sekúnda.