Væntingavísitala þýsks viðskiptalífs hefur náð tveggja ára hámarki nú í september. Vísitalan mælir væntingar um sjö þúsund fyrirtækja hækkaði í 109,5 stig, sem er hækkun frá 106,3 stigum í águst.

Áhyggjur af úrsögn Bretlands að hjaðna

„Þýskt efnahagslíf væntir gullins hausts,“ segir Clemens Fuest yfirmaður Ifo efnahagsrrannsóknarstofnunarinnar í Münich.

Væntingarnar tóku hins vegar dýfu í ágúst í kjölfar ákvörðunar breskra kjósenda um að landið skyldi yfirgefa Evrópusambandið, en áhyggjur af þeirri ákvörðun virðast hafa hjaðnað.

Byggingariðnaðurinn sérstaklega bjartsýnn

„Fyrirtæki eru augljóslega bjartsýnni á þá mánuði sem fram undan eru. Þeir eru jafnframt ánægðari með núverandi viðskiptastöðu sína,“ sagði Fuest.

Bætt sjálfstraust má sjá í framleiðslu, heildsölu og smásöluverslun, sem og í þjónustugeiranum. Sérstaklega var bjartsýni ríkjandi í byggingariðnaðinum, en væntingavísitala byggingariðnaðarins náði nýju hámarki.

Minnkandi hagvöxtur

Hagvöxtur í Þýskalandi lækkaði niður í 0,4% á öðrum ársfjórðungi ársins, sem er lækkun frá 0,7% hagvexti á fyrsta ársfjórðungnum.

Markaðsaðilar höfðu þá búist við meiri lækkun.