gull
gull
© AFP (AFP)
Verð á gulli nálgast nú nærri 1900 dollara fyrir únsu og hefur aldrei verið hærra. Verð á únsu er 1894 dollarar. Frá upphafi fjármálakrísunnar hefur gullverð margfaldast í verði og hefur á undanförnum vikum ná methæðum. Ótti fjárfesta vegna skuldastöðu Evrópuríkja og Bandaríkjanna hafa leitt til mikillar eftirspurnar.

Á vef Bloomberg er haft eftir sérfræðingum að hækkanir á síðustu dögum beri einkenni bólu. Því sé líklegra en ekki að verð muni lækka. Í ágúst hefur verðið hækkað um 16%. Þó eru taldar líkur á að gullverð hækki enn frekar og rjúfi jafnvel 2000 dollara múrinn innan tíðar, þar sem ekki sér fyrir endann á skuldavanda ríkjanna.