Gullnámufyrirtækið Barrick Gold, það stærsta sinnar tegundar í heiminum, tapaði einum 8,6 milljörðum dala, andvirði um 1.040 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Tapið kemur einkum til vegna afskrifta á fjárfestingu í Pascua-Lama gullnámunni í Andesfjöllum. Lækkun á heimsmarkaðsverði gulls undanfarna mánuði hefur einnig sett strik í reikninga fyrirtækisins.

Til að mæta tapinu mun Barrick selja námur og aðrar eignir og arðgreiðslur til hluthafa verða lækkaðar. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra skilaði Barrick um 790 milljóna dala hagnaðir. Gengi bréfa Barrick hefur fallið um ríflega helming á árinu og lánshæfiseinkunn fyrirtækisins var lækkuð í apríl.