Gull, silfur og platína hafa á þessu ári borið betri ávöxtun en allar helstu viðskiptamyntir heims, hlutabréf og skuldabréf vegna aukinnar verðbólgu og hægari hagvaxtar á heimsvísu.

Góðmálmar hafa hækkað tvisvar sinnum meira en evran og jenið það sem af er ári og skilað sex til tuttugu sinnum betri ávöxtun en bandarísk ríkisskuldabréf. Í dag náði verðið á gullúnsunni sínu hæsta verði frá upphafi og seldist á tímabili á 992 dollara. Silfrið náði janframt sínum hæstu hæðum frá árinu 1980, og seldist á 20,74 dollara únsan.