Gullverð heldur áfram að lækka og fór lægst í rúma 914 dollara únsan á markaði í dag. Stendur það nú í um 924 dollurum og hefur ekki verið lægra í um sex vikur. Upphafsverð við opnun markaða í gær var um 934 dollarar og 7. júní var verðið tæpir 980 dollara fyrir únsuna af gulli.   Verðfallið er því umtalsvert og talsvert á skjön við spár. Byggðu spár sérfræðinga einkum á vísbendingum um aukin kaup ríkja á borð við Rússland á gulli til að forðast frekara tjón í efnahagskreppunni.