Verð á gulli á heimsmarkaði hefur lækkað nokkuð undanfarnar vikur eftir að hafa náð nærri 990 dollurum únsan 3. júní. Fyrir stundu stóð gullúnsan í 935,6 dollurum en hafði farið lægst í um 925 dollara þann 15. júní. Er þetta nokkuð á skjön við spár sérfræðinga snemma í vor um að gullverðið kynni að fara yfir 1.000 dollara í júní. Það sem af er degi hefur verðið þó aðeins verið að hækka að nýju.