Verð á gulli hefur tekið mikið stökk upp á við síðustu dag og var svokallað „spottverð” á únsunni fyrir nokkrum mínútum 1.002,80 dollarar. Hæst hefur verðið farið í rúma 1.005 dollara í dag samkvæmt vefsíðu Goldprice.

Er ástæða hækkunar á gullverðinu nú sögð sú að fjárfestar reyni að verja sína peninga í því sem kallað er öruggari fjárfestingar.

Gullverð byrjaði að hækka mjög snarlega um miðjan dag miðvikudaginn 2. september. Þó rauk verðið úr um 955 dollurum í tæplega 980 dollara áður en dagurinn var úti.

Á fimmtudag hélt verðið áfram að hækka og fór gullúnsan þá mest í tæpa í 995 dollara únsan. Það verð hefur að mestu haldist síðan þar til í dag að verðið rauk upp í um 1.005 dollara fyrir únsuna.