Hækkanir á gulli virðast hafa farið fram úr þeim væntingum sem markaðssérfræðingar gerðu í fyrra. Samt var búist við miklum hækkunum og að gullúnsan færi vel yfir 1.000 dollara snemma í sumar. Það hefur gengið eftir og gott betur og nú stendur „spot” verðið í rúmlega 1.247,34 dollurum á únsu og hefur rokið upp um 10 dollara á markaði í dag.