Gullverð byrjaði að stíga á ný í gær eftir að hafa farið niðurundir 900 dollara únsan á fimmtudag og um tíma í gær. Nú er svokallað “spot” verð 924,30 dollarar únsan og virðist fremur á uppleið.

Er verðið nú svipað og í ársbyrjun 2008. Síðan þá hefur verðið á gulli verið mjög hátt í sögulegu samhengi, en fór þó lægst í um 725 dollara únsan í snarpri niðursveifli í október og nóvember 2008.

Sérfræðingar spáðu því fyrr á árinu að verðið á gulli færi yfir 1.000 dollara únsan um mitt þetta ár, en af því hefur enn ekki orðið. Verð á silfri hefur líka verið fallandi frá því í seinni hluta júní, en fór að stíga á ný eftir miðjan daga í gær eins og gullverði. Er silfurverðið nú í 12,94 dollurum únsan.