Heimsmarkaðsverð á gulli hækkaði um 50 dali á fjármálamörkuðum í dag og fór í 1.700 dali á únsu. Verðið hefur ekki verið hærra í mánuð.

Í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian af málinu segir að fjárfestar hafi í gegnum tíðina leitað skjóls með kaupum á tiltölulega öruggum eignum, þar með töldu gulli, þegar hremmingar geysi á fjármálamörkuðum.

Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.900 dali á únsu bæði í ágúst og september en lækkaði nokkuð eftir það. Verðið hefur tók að stíga aftur þegar seig á ógæfuhliðina á hlutabréfamörkuðum.