Umfang gullviðskipta náði nýjum hæðum í ágúst á sama tíma og gull seldist fyrir um 1.380 dollara á únsuna. Talið er að ástandið á Kóreuskaga og veiking dollars hafi ýtt fjárfestum út í gullkaup. Í ágústmánuði var verslað með 6.55 milljón samninga í viðskiptum upp á nærri 900 milljarða dollara. Bloomberg greinir enn fremur frá því að fjárfestar hafi sótt mikið í tiltölulega öruggar fjárfestingar á borð við gull og ríkisskuldabréf undanfarna daga.