Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað það sem af er morgni og er hækkunin rakin til þess að fjárfestar gera ráð fyrir því að bandaríski seðlabankinn muni í dag ákveða að kaupa til baka enn fleiri bandarísk ríkisskuldabréf.

Gull er hefðbundin leið fyrir fólk til að verja fé sitt gagnvart væntanlegri verðbólgu.

Í frétt Reuters segir að gert sé ráð fyrir því að bankinn muni lýsa því yfir að hann muni kaupa skuldabréf fyrir 45 milljarða dala á mánuði og muni því halda áfram að dæla lausu fé inn í hagkerfið.

Gullverð stendur nú í 1.714,9 dölum á únsuna og hefur hækkað um 0,29% það sem af er degi.