Gull
Gull
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heimsmarkaðsverð á gulli stóð rúmum 1.585 dollurum á únsuna í gær í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Er þetta hæsta gildi nafnverðs á gulli frá upphafi. Síðastliðinn þriðjudag sló gullverðið fyrra met sitt og náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna sem þó er 23 dollurum lægra verð en í gær. Hækkun milli daga nemur því 1,5%. Til samanburðar má sjá að únsan kostaði tæplega 1.483 dollara þann 1. júlí sl. Hækkunin á þessum tveimur vikum nemur því 6,9%.

Samkvæmt nýjastu tölum Seðlabankans yfir gjaldeyrisforðann á bankinn 64 þúsund únsur af gulli, jafngildi um 1.814 kg, en ein únsa af góðmálum er rúm 31,1 gramm á meðan ein únsa er venjulega um 28 grömm. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum hefur gulleignin verið óbreytt frá árinu 2000. Markaðsvirði gullforða Seðlabankans er því rúmlega 101 milljón dala eða rúmlega 11,9 milljarðar króna miðað við gengi skráðs gengi dollars hjá Seðlabankanum.

Þegar harðnar í ári og svartsýni eykst leita fjárfestar oftar en ekki í gull þar sem verðmæti þess helst vel. Miðað við sveiflur á fjármálamörkuðum síðustu daga er þessi verðþróun á gulli ekki óeðlileg